1. og 2. sæti á European Criterium
- Details
- Fréttir 01.05.16
Þær Rebekka Rós Ómarsdóttir og Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar náðu frábærum árangri í mótaröðinni European Criterium sem lauk í byrjun apríl. Þrjú mót eru í mótaröðinni og voru þau haldin í Serbíu, Ungverjalandi og að lokum á Ítalíu.
Ísold Fönn hafnaði í 2. sæti á fyrsta móti, 2. sæti á öðru móti og 1. sæti á þriðja mótinu. Sá frábæri árangur skilaði henni sigri í sínum aldursflokki í mótaröðinni samanlagt.
Rebekka Rós hafnaði í 4. sæti á fyrsta móti, 1. sæti á öðru móti og 2. sæti á þriðja mótinu.Þessi frábæri árangur kom henni í 2. sæti í sínum aldursflokki á mótaröðinni í heild.
Skautasamband Íslands vill senda þeim Rebekku Rós og Ísold Fönn sem og aðstandendum þeirra innilegar hamingjuóskir með þennan líka frábæra árangur.
http://www.sasport.is/is/frettir/rebekka-ros-omarsdottir-hafnadi-i-2-saeti-samanlagt-i-european-criterium
http://www.sasport.is/is/frettir/isold-fonn-vilhjalmsdottir-sigradi-sinn-flokk-samanlagt-a-european-criterium-motarodinni
Eva Dögg á Avas Cup
- Details
- Fréttir 03.04.16
Eva Dögg Sæmundsdóttir úr Skautafélaginu Birninum tók þátt í 11th Avas Cup í Ungverjalandi um helgina. Evu Dögg gekk ágætlega og lenti í 5. sæti af 12 keppendum.
Úrslit má sjá hér: http://www.moksz.hu/kezdolap/11-avas-cup-miskolc
Reglugerðir og stigakerfi
- Details
- Fréttir 01.04.16
Athygli er vakin á því að eftirfarandi reglugerðir hafa verið uppfærðar:
- Reglugerð um dómara, tæknistjórnendur, tæknisérfræðinga og tæknifólk.
- Regulgerð um mót.
- Reglugerð um grunnprófsnefnd.
- Reglugerð um grunnpróf (uppfærð í nýtt útlit án breytinga á innihaldi).
- Reglugerð um kjörnefnd (uppfærð í nýtt útlit án breytinga á innihaldi).
Stigakerfi starfsfólks ÍSS hefur einnig verið uppfært og tekur gildi 1. júlí 2016. Sjá nánar hér.