header

Íslandsmót 2016 nýafstaðið

IMG 4555Íslandsmóti Skautasambands Íslands er lokið. Á laugardegi luku yngri B flokkar keppni en í 8 og 10 ára og yngri B voru Sunna María Yngvadóttir SR og Þórdís Helga Grétarsdóttir SA hlutskarpastar og Júlía Rós Viðarsdóttir sigraði í 12 ára og yngri.

Novice A og Junior A skautuðu stutt prógram á laugardeginum. Marta María Jóhannsdóttir hlaut 27,92 stig í Novice A en eins og við var búist var Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir ekki langt undan með 27,07 stig enda hefur keppnin milli þeirra verið afar hörð í vetur. Í Junior hlaut Kristín Valdís hvorki meira né minna en 35,32 stig og er því nú með hæðstu einkunn í stuttu prógrami það sem af tímabilsins og trónaði á toppinum í lok dags.

Í dag sunnudag hlutu allir A flokkar keppni sem og Novice og Junior B. í 8 og 10 ára og yngri A sigruðu þær Sara Kristín Petersen SA annars vegar og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA hins vegar. Í 12 ára og yngri A sigraði Viktoría Lind Björnsdóttir.

Í Novice B og Junior B sigruðu Berglind Óðinsdóttir SB með 30,07 stig og Eva Björg Halldórsdóttir SA með 37, 76 stig.

Novice A og Junior A skautuðu frjálst prógram. Í Novice hlaut Marta María 51,36 stig fyrir hreint prógram enda skilaði það henni alls 79,28 stigum. Er það hæðsta einkunn sem af er þessu tímabili. Ásdís Arna lenti í 2. sæti með 70,27 stig. Í Junior A skautaði Margrét Sól Torfadóttir gott prógram þar sem hún var efst í lok dags með 57,33 stig sem dugði henni þó ekki til sigurs enda baráttan hörð milli hennar og Kristínar Valdísar og Agnesar Dísar. Hlaut hún að lokum í 3. sætið en Kristín Valdís hlaut 56,42 stig sem dugði henni til sigurðs enda hafði hún átt gríðarlega sterkt stutt prógram deginum áður og hélt hún forystunni með 91,74 stig. Ljóst er að lítið má út af bregða í prógrömmunum hjá þeim stelpum í Unglingaflokki þar sem þær gefa hverri annarri ekkert eftir og veita lítið svigrúm fyrir mistök. 

Mynd Helga Hjaltadóttir • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90