header

Skipulag afreksstarfs

Afreksstarf ÍSS er skipulagt í þremur hópum:
Afrekshópur 
Úrvalshópur 
Ungir og efnilegir 

Landslið ÍSS á hverjum tíma er valið úr Afrekshópi og/eða Úrvalshópi fyrir hvert verkefni.

Viðmið ÍSS gilda fyrir yfirstandandi tímabil 2015-2016.  Skautarar sem skilað hafa viðmiðum eru skráðir í viðeigandi hópa og bætast í hópinn jafn óðum yfir tímabilið um leið og viðmið skilast inn.

Viðmiðum er hægt að skila á :

 • ÍSS mótum og ISU mótum.
 • Alþjóðlegum mótum og opnum klúbbamótum.  Sjá nánar í skjali um viðmið.

 

Junior Grand Prix (JGP) mótaröð ISU og Norðurlandamót

ÍSS stefnir að því að senda skautara á úthlutuð JGP mót og Norðurlandamót.  

Samþykkt hefur verið að styrkja skautara til að standa straum af ferðakostnaði, gistingu og keppnisgjaldi.  Skautarar í Afrekshópi ÍSS fá allt að 100% styrk og skautarar í Úrvalshópi allt að 60% styrk.  Einnig mun ÍSS standa straum af kostnaði fyrir þjálfara.    

Ferðakostnaður milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og matarkostnaður greiðist af keppanda. 

Ef keppandi býr utan Íslands fær hann sömu upphæð og ódýrasta ferð hefði kostað frá Íslandi eða sömu upphæð og umrædd ferð kostaði fyrir keppanda / þjálfara sem hóf ferð á Íslandi.  Ferðastyrkur sveitarfélaga rennur til ÍSS ef ferðakostnaður er greiddur af ÍSS.

 

ISU mót

Klúbbar geta sótt um til ÍSS að fara á ISU mót.  Keppendur í Afrekshópi og Úrvalshópi hafa keppnisrétt á ISU mótum.  ÍSS áskilur sér rétt til að forgangsraða þegar kemur að uppröðun á ISU mót.

Keppendur í Afrekshópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk til ÍSS að hámarki tvisvar sinnum á ári vegna ferða á ISU mót. Styrkurinn nemur 50.000 krónum fyrir hvert mót.  Sé vegalengd frá heimili að Keflavíkurflugvelli lengri en 100 km geta skautarar í Afrekshópi einnig sótt um styrk fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur 5.500 kr. þegar sótt er um styrk vegna ferða á ISU mót.

Skautarar í Úrvalshópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk til ÍSS að hámarki tvisvar sinnum á ári vegna ferða á ISU mót. Styrkurinn nemur 30.000 krónum fyrir hvert mót.  Sé vegalengd frá heimili að Keflavíkurflugvelli lengri en 100 km geta skautarar í Úrvalshópi einnig sótt um styrk fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur 5.500 kr. þegar sótt er um styrk vegna ferða á ISU mót.

Skautarar í Ungir og Efnilegir hópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk til ÍSS einu sinni á ári vegna ferðar á mót erlendis. Styrkurinn nemur 20.000 krónum og sé vegalengd frá heimili að Keflavíkurflugvelli lengri en 100 km er einnig hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur 5.500 kr. 

RIG mótið verður utan styrkjakerfis ÍSS í vetur óháð því hvort skautarar hafi náð viðmiðum eða ekki.

Eyðublað: Umsókn um styrk v/keppnisferðar á ISU mót.   • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90