header

Skautum Regnbogann

Skautasamband Íslands (ÍSS) var stofnað 1995 og hefur leitast við að byggja upp og bæta aðstöðu til skautaiðkunar. Verkefnið Skautum regnbogann er ætlað fyrir byrjendastig og byggist á því að setja upp ákveðið kerfi til þess að bæta og samræma skautakennslu hjá félögunum. Með þessu teljum við að betri árangur náist í kennslu og skautarar upplifi íþróttina á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Einnig er hægt að meta árangur skautara jöfnum höndum. Félögin vinna eftir sameiginlegu kerfi og þjálfarar fá með þessu markvisst kerfi til að vinna eftir og á þann hátt verður þjálfunin skilvirkari og fylgir hraða og hæfni einstaklingsins.

Inngangur

Skautum regnbogann er í umsjón skautafélaga landsins en yfirumsjón er í höndum Skautasambands Íslands. Kennsla í kerfinu fer fram hjá skautafélögunum og byggist á hópkennslu sem framkvæmd er af þjálfurum sem hafa lokið að lágmarki þjálfararéttinda á 1.stigi. Kerfið inniheldur kennsluaðferðir með þrepaskiptum markmiðum í sveigjanlegu og skemmtilegu námsumhverfi, ásamt því að það byggir á fljótu og auðveldu símati sem verðlaunar skautara strax. Skautum regnbogann veitir skauturum góðan grunn og þjónar bæði skauturum sem hafa áhuga á að nýta íþróttina sem tómstundargaman og einnig þeim sem huga seinna meir að keppni.

Skautum regnbogann leggur höfuðáherslu á að byggja upp grunnskautafærni á markvissan hátt. Stigin eru sjö og innihalda margvíslegar æfingar sem allar stuðla að góðri undirstöðu innan íþróttarinnar. Farið er frá því einfalda
til hins flókna í öllum áföngum kerfisins og hentar kerfið öllum nýjum skauturum sama hvort um er að ræða algera byrjendur eða aðeins lengra komna. Þegar skautari hefur lokið hverju stigi fyrir sig í kerfinu verður árangursskírteini undirritað af þeim sem metur árangurinn. Þar að auki fær skautarinn barmmerki sem viðurkenningu og eru þau í sitt hvorum litnum, eftir því hvaða stigi verið var að ljúka.

Undirstöðuatriði íþróttarinnar eru eftirfarandi:

 • Líkamsburður og líkamshalli
 • Notkun á hnjám – að beygja hné
 • Notkun á ökklum
 • Rennsli
 • Brúnir, notkun brúna og notkun líkamsþyngdar
 • Taktur og samhæfing
 • Aukning á hraða og takti smám saman
 • Rétt spyrna

Ef þessi atriði eru rétt í upphafi stuðlar það að betri grunni og styrkir stöðu skautarans innan íþróttarinnar í framtíðinni.

Búnaður

Fatnaður

 • Hlýr og teygjanlegur fatnaður (heftir ekki hreyfigetu)
 • Vettlingar eru nauðsynlegir
 • Sleppa skal löngum treflum, hangandi reimum, skartgripum eða hörðu hárskrauti ef kostur er

 

Skautar

 • Eiga að vera í réttri stærð og veita ökklum stuðning þ.e. skautar eru mátulegir ef skautari er í einu pari af sokkum. Leður skautar eru æskilegir.
 • Eiga að vera vel reimaðir – ekki að ná fingri á milli

 

Skerping

 • Er nauðsynleg fyrir nýja skauta
 • Skal framkvæmd af fagmönnum, leitið upplýsinga hjá skautafélögum
 • Er háð aðstæðum t.d. umhirða skautanna og hversu oft er æft
 • Ef byrjandi: skautar tvisvar á viku = skerping á tveggja til þriggja mánaða fresti

 

Hvernig annast skal um skauta og skautablöð

 • Lofta skal um skauta milli æfinga
 • Þurrkið skauta og blöð eftir hverja notkun með t.d. handklæði
 • Nota skal plasthlífar til að ganga á fyrir utan ísinn. Geymið skauta ekki í þessum plasthlífum á milli æfinga þar sem blöðin geta riðgað.

 

Ferlið á Skautum regnbogann

Skautum regnbogann skiptist í 7 stig. Hægt er að fara í gegnum stigin óháð tíma eða röð í samráði við þjálfara.

Þegar skautari hefur náð öllum stigunum hjá félagi sínu, tekur hann sitt fyrsta próf hjá ÍSS.

Skautum regnbogann

 

Kostnaður

Það er ekki mjög kostnaðarsamt að taka þátt í íþróttinni í byrjun en kostnaðurinn getur orðið umtalsverður þegar frekari færni er náð og skautari er kominn lengra innan íþróttarinnar. Kostnaður fer eftir því á hvaða stigi skautari er. Skipta verður oftar út ýmsum búnaðir s.s. skautaskóm, skautablöðum, búningum og æfingafatnaði þegar lengra er komið. Þá verður einnig að taka með í reikninginn kostnað vegna einkatíma, fleiri æfingatíma, sumaræfinga (sem jafnvel fara fram erlendis), kostnaður við keppni og ferðalög tengd íþróttinni.

Skýrsla

Aðildarfélögum ÍSS ber að skila skýrslu til ÍSS fyrir 15. nóvember og 15. mars ár hvert um hvaða skauta í Skautum Regnboganum þeirra iðkendur hafa náð.

Eyðublaðið er að finna undir Skautum Regnbogann Skýrsla. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90