header

Fræðsluvefur

Alþjóða Ólympíunefndin opnaði í vor fræðsluvef fyrir afreksíþróttamenn, sem og aðra iðkendur, foreldra, stjórnendur og þjálfara. Aðgangur að vefnum er ókeypis en mikil vinna var lögð í verkefnið þar sem leiðandi fræðimenn innan íþróttavísinda hafa lagt sitt af mörkum ásamt þjálfurum, leiðtogum og afreksíþróttafólki úr fremstu röð.

Verkefnið er eitt af mörgum sem knúin eru áfram af umbreytingum Olympic Agenda 2020 og mun koma til með að auka stuðning við íþróttafólk hvar sem þau eru stödd á ferlinum.

Fræðsluefnið er byggt upp á námsþáttum og hverjum námsþætti skipt upp í nokkur fræðsluerindi. Eftir hvern námsþátt er hægt að taka stutt próf til að rifja upp kunnáttuna. Einnig er í boði aukaefni um hvern námsþátt fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína enn frekar.

 

Slóð á síðuna má finna hér. 

 

Eftirtaldir þættir eru nú í boði:

From athlete to coach
Sports Media - Creating Your winning profile
How to be a successful leader
Competing with integrity
How to avoid injury and illness
Sports Psychology - The winning mindset
Sport Technology - On and behind the stage
Knowledge is gilden
Cardiovascular Responses to exercise
Smarter eating for better performance
Athlete career transition
Can champions be made


Við vonum að sem flestir nýti sér þennan vef.

 

Stigamet

Hér verða skráð stigamet í Stúlknaflokki A, Unglingaflokki A og Kvennaflokki A.

Viðmið ÍSS

 

Viðmið ÍSS fyrir tímabilið 2015-2016.  Birt með fyrivara.  Stjórn ÍSS áskilur sér allan rétt til að velja keppendur á vegum ÍSS á mót erlendis.

ÍSS criteria for 2015-2016 in English. Approved subject to change by the board of ÍSS.

Skipulag afreksstarfs

Afreksstarf ÍSS er skipulagt í þremur hópum:
Afrekshópur 
Úrvalshópur 
Ungir og efnilegir 

Landslið ÍSS á hverjum tíma er valið úr Afrekshópi og/eða Úrvalshópi fyrir hvert verkefni.

Viðmið ÍSS gilda fyrir yfirstandandi tímabil 2015-2016.  Skautarar sem skilað hafa viðmiðum eru skráðir í viðeigandi hópa og bætast í hópinn jafn óðum yfir tímabilið um leið og viðmið skilast inn.

Viðmiðum er hægt að skila á :

 • ÍSS mótum og ISU mótum.
 • Alþjóðlegum mótum og opnum klúbbamótum.  Sjá nánar í skjali um viðmið.

 

Junior Grand Prix (JGP) mótaröð ISU og Norðurlandamót

ÍSS stefnir að því að senda skautara á úthlutuð JGP mót og Norðurlandamót.  

Samþykkt hefur verið að styrkja skautara til að standa straum af ferðakostnaði, gistingu og keppnisgjaldi.  Skautarar í Afrekshópi ÍSS fá allt að 100% styrk og skautarar í Úrvalshópi allt að 60% styrk.  Einnig mun ÍSS standa straum af kostnaði fyrir þjálfara.    

Ferðakostnaður milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og matarkostnaður greiðist af keppanda. 

Ef keppandi býr utan Íslands fær hann sömu upphæð og ódýrasta ferð hefði kostað frá Íslandi eða sömu upphæð og umrædd ferð kostaði fyrir keppanda / þjálfara sem hóf ferð á Íslandi.  Ferðastyrkur sveitarfélaga rennur til ÍSS ef ferðakostnaður er greiddur af ÍSS.

 

ISU mót

Klúbbar geta sótt um til ÍSS að fara á ISU mót.  Keppendur í Afrekshópi og Úrvalshópi hafa keppnisrétt á ISU mótum.  ÍSS áskilur sér rétt til að forgangsraða þegar kemur að uppröðun á ISU mót.

Keppendur í Afrekshópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk til ÍSS að hámarki tvisvar sinnum á ári vegna ferða á ISU mót. Styrkurinn nemur 50.000 krónum fyrir hvert mót.  Sé vegalengd frá heimili að Keflavíkurflugvelli lengri en 100 km geta skautarar í Afrekshópi einnig sótt um styrk fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur 5.500 kr. þegar sótt er um styrk vegna ferða á ISU mót.

Skautarar í Úrvalshópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk til ÍSS að hámarki tvisvar sinnum á ári vegna ferða á ISU mót. Styrkurinn nemur 30.000 krónum fyrir hvert mót.  Sé vegalengd frá heimili að Keflavíkurflugvelli lengri en 100 km geta skautarar í Úrvalshópi einnig sótt um styrk fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur 5.500 kr. þegar sótt er um styrk vegna ferða á ISU mót.

Skautarar í Ungir og Efnilegir hópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk til ÍSS einu sinni á ári vegna ferðar á mót erlendis. Styrkurinn nemur 20.000 krónum og sé vegalengd frá heimili að Keflavíkurflugvelli lengri en 100 km er einnig hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur 5.500 kr. 

RIG mótið verður utan styrkjakerfis ÍSS í vetur óháð því hvort skautarar hafi náð viðmiðum eða ekki.

Eyðublað: Umsókn um styrk v/keppnisferðar á ISU mót.   • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90