header

Júlía með 98.34 stig

2015-10 -_Júlía_á_Super_Series_Autumn_Leaves__Júlía Grétarsdóttir, sem keppti fyrir Skautafélagið Björninn í Senior flokki í Kanada, er á góðri siglingu eftir keppni á tveimur mótum nú í október. Á Sask Skate í Regina í Saskachewan voru sjö keppendur skráðir til leiks og endaði Júlía í 5.sæti með 90.83 stig.

Hún bætti svo sannarlega um betur á Super Series Autumn Leaves mótinu, sem fram fór í Bresku Kólumbíu helgina 16. - 18. október s.l., þar sem hún setti persónulegt met og sömuleiðis íslenskt stigamet eftir því sem næst verður komist.
Júlía varð fjórða eftir stutta prógramið, fékk 30.94 stig þrátt fyrir að hafi fallið í Axelnum og ekki fengið þrefalda stökkið fullgilt. Henni gekk mun betur í langa prógraminu, varð þriðja með persónulegt stigamet upp á 67.40 stig og endaði samanlagt í 4.sæti með heildarskor uppá 98.34 stig.

Þó ekki hafi verið nema fjórar stúlkur skráðar til leiks í Senior flokki á Super Series mótinu voru keppinautar Júlíu ekki af verri endanum en allar eru þær kanadískar landsliðskonur. Júlía er því að vonum mjög sátt við árangur sinn og hlakkar til að koma á Íslandsmótið í lok nóvember.

Hér má finna frekari upplýsingar um keppnirnar: Super Series Autumn Leaves og Sask Skate

Glæsileg tilþrif á nýloknu Bikarmóti

Bikarmót ÍSS_-_1.sæti_Unglingaflokkur_A_Emilía_Rós_Ómarsdóttir_SA._Mynd_Helga_HjaltadóttirEftir spennandi keppni í stutta prógraminu í gær á Bikarmóti Skautasambands Íslands, þar sem aðeins 4 stig skildu að efstu fjórar stúlkur í Unglingaflokki A sigraði Emilía Rós Ómarsdóttir, SA, með nokkrum yfirburðum. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, var fyrst eftir stutta prógrammið í gær og Emilía Rós þriðja en líkt og á Haustmótinu víxluðu þær sætum eftir langa prógrammið.

Emilía Rós er að keppa á sínu öðru móti í Unglingaflokki A og bætir sig mikið milli móta, fékk 85.82 stig á Haustmótinu en 96.40 stig í dag. Emilía Rós skilar sérstaklega háu skori í „program components" en þar er dæmd tjáning, „choreography", tengingar milli elementa, grunnskautafærni og framkoma á meðan Agnes Dís og Kristín Valdís leggja mun meiri áherslu á flóknari stökksamsetningar.

Agnes Dís Brynjarsdóttir, SB, hélt öðru sætinu milli keppnisdaga og fékk heildarskor uppá 90.67. Þó Agnes Dís hafi verið þó nokkuð frá sínu besta skori skilaði hún flottri samsetningu með þrjú tvöföld stökk og „level" 3 og 4 á spinnum.

Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, fékk 87.85 stig og skilaði líkt og Agnes Dís flottri samsetningu á þremur tvöföldum stökkum. Kristín Valdís reynir alltaf við þrefalt stökk, sem er talið nauðsynlegt að hafa til að keppa á jafnréttisgrundvelli erlendis.

Í stúlknaflokki A hefur Marta María Jóhannsdóttir, SA, borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Hún fékk verðuga keppni í dag frá þeim Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttur, SA, og Aldísi Köru Bergsdóttur, SA. Marta María var efst eftir fyrri keppnisdag en missti út eitt tvöfalt element í dag sem reyndist dýrmætt og náði Aldís Kara fyrsta sætinu í frjálsa prógramminu. Hinsvegar, þar sem Marta María hafði skilað mjög góðu stutta prógramminu í gær hélt hún fyrsta sætinu þegar heildarstigin voru tekin saman eða 70.84 stig.

Ásdís Arna er að koma mjög sterk inn og gerði sömuleiðis góða atlögu að fyrsta sætinu. Hún var aðeins 0.80 stigum á eftir Mörtu Maríu með heildarskor uppá 70.04 stig. Aldís Kara hafnaði svo í þriðja sæti með 69.59 stig.

Mikill uppgangur er í íþróttinni, þá sérstaklega þegar kemur að aukningu í getu og fjölda iðkenda í efstu flokkum, sem sýna betri píróettur og fleiri samsett stökk í æfingum sínum. Uppgangurinn er ekki síðri þegar litið er til ungviðisins þar sem sjá má að erfiðleikastig prógramma er orðið meira en var hér áður.

Baráttan mikil meðal efstu stúlkna á Bikarmóti ÍSS

Bikarmót ÍSS_-_Kristín_Valdís_Örnólfsdóttir_-_Mynd_Helga_HjaltadóttirAðeins 4 stig skilja á milli fjögurra efstu stúlkna í Unglingaflokki A þegar fyrri keppnisdegi er lokið á Bikarmóti Skautasambands Íslands (ÍSS). Emilía Rós Ómarsdóttir, SA, var önnur inná svellið og setti tóninn þegar hún fékk 30.99 stig og bætingu frá síðasta móti. Pressan var því talsverð þegar komið var að Kristínu Valdísi Örnólfsdóttur úr SR. Kristín Valdís byrjaði af krafti og líkt og eftir fyrri keppnisdag Haustmótsins er hún efst með 32.83 stig. Agnes Dís Brynjarsdóttir úr SB sýndi glæsileg spin í dag og fylgir Kristínu fast á hæla með 31.77 stig. Það verður því spennandi að fylgjast með úrslitum á morgun sem hefjast kl. 11.25 í Egilshöll.

Skautafélag Akureyrar er með yfirburði í Stúlknaflokki A eftir keppni í stutta prógraminu í dag. Marta María Jóhannsdóttir fékk 28.31 stig og er að bæta sig talsvert frá Haustmótinu eða um tæp 4 stig. Mjótt er á munum milli þeirra Ásdísar Örnu Fen Bergsveinsdóttur og Aldísar Köru Bergsdóttur. Ásdís Arna er með heildarskor uppá 25.68 stig og Aldís Kara 25.09 stig. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90