header

Merano Cup

2015-11-11 -_Merano_Cup_3Stúlkur úr Birninum og SR komu heim sl. helgi eftir keppni á Merano Cup sem fram fór á Ítalíu. Stúlkurnar stóðu sig ágætlega á þessu sterka móti þó allar eigi þær mun meira inni. Mótið var þó góð æfing fyrir Íslandsmótið sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal eftir 2 vikur.

Í Unglingaflokki náði Agnes Dís bestum árangri stúlknanna og varð í 25.sæti með 86.48 stig, Þuríður Björg kom næst með 83.27 stig, Kristín Valdís fékk 77.85 stig, Eva Dögg 71.73 stig og Margrét Sól 67.40 stig. Herdís Birna varð í 24.sæti með 48.83 stig og Helga Karen í 25.sæti með 46.57 stig.
Úrslit má sjá hér.

Stúlkur úr Úrvalshóp á Merano Cup

 BIC2956Í gærmorgun héldu 7 stúlkur úr Úrvalshópi Skautasambandsins á Merano Cup sem fram fer á Ítalíu dagana 12.-15.nóvember. Með stúlkunum í för eru þjálfarar þeirra þau Gabi Jurkovic, yfirþjálfari Skautafélagsins Bjarnarins, og John Kauffman, yfirþjálfari Skautafélags Reykjavíkur.

Hér er hægt að fylgjast með keppninni í beinni og á heimasíðu leikanna má sjá hvenær okkar stúlkur stíga inná ísinn.

Skautasambandið óskar þeim Agnesi Dís, Evu Dögg, Helgu Karen, Herdísi Birnu, Kristínu Valdísi, Margréti Sól og Þuríði Björgu góðs gengis.

Fræðsluvefur Alþj. Ólympíunefndarinnar

Alþjóða Ólympíunefndin opnaði í vor fræðsluvef fyrir afreksíþróttamenn, sem og aðra iðkendur, foreldra, stjórnendur og þjálfara.

Aðgangur að vefnum er ókeypis en mikil vinna var lögð í verkefnið þar sem leiðandi fræðimenn innan íþróttavísinda hafa lagt sitt af mörkum ásamt þjálfurum, leiðtogum og afreksíþróttafólki úr fremstu röð.

Sjá nánar um verkefnið undir "Fræðsluvefur" hér á síðunni.  • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90