header

Reglugerðir og ábending vegna grunnprófa

Stjórn ÍSS tilkynnir hér með eftirfarandi:

 • Reglugerð um skautara ársins hefur verið gefin út.  
 • Einnig hefur reglugerð um dómara, tæknisérfræðinga og tæknifólk á panel hefur verið uppfærð þannig að dómarar sem starfa líka sem þjálfarar mega dæma á innanfélagsmótum hjá öðrum félögum en þeim sem þeir starfa fyrir.
 • Sáttmáli ÍSS hefur verið uppfærður með vísan í reglu 121.3j í Constitution and general regulations í kaflanum um fararstjóra og starfsfólk á panel.  

Reglugerðir eru aðgengilegar á heimasíðu ÍSS.

Einnig er bent á að skjal um skylduæfingar í grunnprófum hefur verið uppfært með tilliti til útfærslu á sóló stökkum og stökksamsetningum. 

Íslandsmót ÍSS 2015 - dagskrá og keppendalisti

 

Íslandsmót ÍSS fer fram 27. - 29. nóvember í skautahöllinni í Laugardal.

Drög að dagskrá og keppendalisti er hér fyrir neðan.  Dregið verður um keppnisröð þriðjudaginn 24. nóvember.  Keppnisröð verður birt á heimasíðu eigi síðar en miðvikudaginn 25. nóvember. 

!! Ath. dagskrá getur breyst , keppnistímar verðar færðir til innan dagsins og upphitunarflokkar sameinaðir ef afföll gefa tilefni til þar sem tímaplan er mjög þröngt !!

 

Föstudagur  - Aðalæfing stutta prógram  (Official Practice- SP)

19:15-19:40   Stúlknaflokkur A fyrri hópur

Lesa meira

Emilía Rós setti stigamet í langa prógraminu á Bikarmóti

Ljósmynd: Árni SæbergEftir því sem næst verður komist féll stigamet á nýloknu Bikarmóti en þá sló Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar metið í langa prógraminu í Unglingaflokki A. Emilía átti stórgott mót og fékk 65.41 stig fyrir langa prógramið.
Skautasambandið óskar Emilíu til hamingju og hlakkar til að fylgjast með henni á Íslandsmótinu sem fram fer í lok mánaðarins. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90