header

Alþjóðaleikar ungmenna 2016

12557875 10207252039672878_2078518084_oNú fara fram Alþjóðaleikar ungmenna 2016 (International Children´s Games/ICG) í Innsbruck, Austurríki. Síðan 2001 hefur Reykjavíkurborg, með milligöngu Íþróttabandalags Reykjavíkur, sent á þriðja hundrað keppendur á sumarleika ICG. Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti sem ÍBR og ÍBA senda lið á vetrarleikana þó keppendur í listhlaupi á skautum hafi tekið þátt á leikunum fyrir nokkrum árum. 

Keppendur fyrir Íslands hönd eru: Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, Helga Karen Pedersen, Marta María Jóhannsdóttir og Thelma Kristín Maronsdóttir. Með þeim í för er þjálfararnir Julie Dunlop og Ivana Reitmayerova.  

Með því að smella hér má sjá hátíðina beint á netinu.

Námskeið í Data/Replay Operator (DRO)

ÍSS tilkynnir um námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér starf Data/Replay Operator (DRO) á mótum. Á námskeiðinu verður farið vel yfir skyldur og ábyrgð DRO með prófi í lokin sem mun gefa réttindi til starfa á ÍSS mótum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fyrrverandi skautara og/eða þjálfara til að koma náið að uppbyggingu listhlaups á skautum á Íslandi.

Þátttakandi þarf að vera tölvufær, helst skautari eða fyrrverandi skautari, góður á enska tungu bæði í riti og tali og geta unnið í hópi undir álagi. Lágmarksaldur er 18 ára.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 16. janúar kl. 13-16 í fundarsal ÍSÍ 3. hæð, sal D.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sunna Mogensen, en hún er með réttindi frá alþjóðaskautasambandinu (ISU DRO).

Skráning fer fram með því að senda póst með nafni, kennitölu, netfangi og símanúmeri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 14. janúar.

Námskeiðið er endurgjaldslaust.

Gleðilega hátíð

Happy Holiday from ISS • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90