header

Sérgreinanámskeið 1C

ÍSS tilkynnir dagsetningar fyrir sérgreinanámskeið 1C fyrir þjálfara.  Námskeiðið hefst þriðjudaginn 17. maí og lýkur sunnudaginn 22. maí. Námskeiðið er um 20 kennslustundir í sal, á ís og hluti í fjarnámi.  Aldurstakmark er 16 ár.

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að þjálfun yngstu iðkenda í listhlaupi á skautum og lýkur með skriflegu og verklegu prófi þar sem þátttakendur þurfa að geta útskýrt og leiðrétt skilmerkilega 1A, 2S, 2T, og grunnprófsmynstur upp í 12 ára A.

Til að öðlast réttindi til kennslu í öllum flokkum 12 ára og yngri þarf að ljúka ÍSÍ almenna hluta þjálfaranáms 1A, B og C og ÍSS sérgreinanámskeiði 1A, B og C.  Hægt er að sækja um undanþágu til ÍSS til fá að sitja sérgreinanámskeið 1C þó svo að 1A og 1B sé ekki lokið.

Umsjón með námskeiðinu hefur Erlendina Kristjánsson.  Gestakennari verður auglýstur síðar.

Nákvæm dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

ÍSS hefur fengið vilyrði fyrir styrk til námskeiðahalds fyrir fyrsta hluta sérgreinanámskeiða og því getum við boðið námskeiðin á mjög sanngjörnu gjaldi að þessu sinni :

 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1A var 15.000 kr.
 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1B var 5.000 kr.
 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1C er 5.000 kr.

Skráning á námskeiðið fer fram með því að greiða 5.000 kr. inn á reikning ÍSS nr. 111-26-122344 kt. 560695-2339 og senda kvittun ásamt nafni, netfangi og símanúmeri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 10. maí.  • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90