header

Glæsilegir RIG-leikar á enda


Ljósmyndari: Art Bicnick fyrir The Reykjavík Grapewine www.bicnick.comCamilla Gersem kom sá og sigraði í listhlaupi á RIG sem fram fór helgina 22.-24. janúar 2016.  Camilla setti persónulegt stigamet bæði fyrir stutta prógramið, 51.46 stig, sem og heildarstig 141.17 stig. Hún þakkar það meðal annars hversu góður ísinn var í höllinni, umgjörð mótsins en ekki síður frábærum áhorfendum sem hvöttu hana mikið til dáða. Hún segir það virkilega hvetjandi að ná sínum besta árangri þegar aðeins tvær vikur eru í Noregsmeistaramótið.

Baráttan var hörð um næstu sæti en Maisy Hiu Ching Ma hélt öðru sætinu líkt og eftir fyrri keppnisdag og endaði með 116.85 stig. Þriðja var Michaela Du Toit frá Suður Afríku með 110.33 stig en hún keppti einnig á RIG fyrir nokkrum árum.

Wayne Wing Yin Chung fékk 92.69 stig í Junior Men en hann var jafnframt eini karlmaðurinn sem var skráður til leiks.

Mesta baráttan var milli stúlknanna í Junior Ladies en það er sjaldan sem íslensku stúlkurnar fá jafn góða keppinauta á heimavelli. Finnar trónuðu á toppnum og enduðu í þremur af fjórum efstu sætunum. Sigurvegarinn, Jade Rautiainen, þótti sýna einstaka útgeislun og tjáningu í dansinum sínum enda fékk hún sérstaklega hátt fyrir „program components“ en auk þess var hún með þrefalt stökk og tvöfaldan Axel í samsetningu og skilaði heildarstigum uppá 115.63 stig.

Emilía Rós Ómarsdóttir stóð sig best af íslensku stúlkunum og var rétt undir sínu besta bæði í frjálsa prógraminu og heildarstigum, eða 99.90 stig samanlagt.

Það er mikill fengur fyrir íþróttina að fá svo glæsilega keppendur hvaðanæva að úr heiminum, eins og sóttu Ísland heim sl. helgi. Skautasambandið vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í að gera mótið hið glæsilegasta.

Ljósmyndari: Art Bicnick fyrir The Reykjavík Grapewine www.bicnick.com   • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90