header

Camilla Gjersem í Senior Ladies setti persónulegt met á RIG


RIG 2016 - Senior Ladies - Camilla Gjersem. Mynd Hafsteinn Snær Þorsteinsson_2Keppni hófst í stuttu prógrami í Junior og Senior flokkum í dag. Einn keppandi var skráður í Junior Men, Wayne Wing Yinn Chung og skilaði hann skori uppá 33.90 stig. Hinsvegar var afar spennandi að fylgjast með Junior Ladies en þar voru 20 stúlkur skráðar til leiks. Finnar tróna á toppnum eftir fyrri keppnisdag með Oona Ounasvuori efsta með 41.62 stig, síðan Roosa Latvala með 40.63 stig og loks Jade Rautiainen með 40.33 stig.

Sömuleiðis er mjótt á munum meðal íslensku stúlknanna en þær raða sér í sjötta, sjöunda og áttunda sætið. Þuríður Björg Björgvinsdóttir er rétt undir sínu besta skori fyrir stutta prógramið með 35.43 stig, Emilía Rós Ómarsdóttir 34.57 stig og Agnes Dís Brynjarsdóttir 33.36 stig.

Beðið var með eftirvæntingu að sjá Senior Ladies eða kvennaflokkinn, en þar eru stúlkur meðal annars að stökkva þreföld stökk. Við Íslendingar eigum ekki keppanda að þessu sinni í flokknum en hinsvegar höfðu 9 erlendar stúlkur boðað sig til leiks, þar á meðal norskur, finnskur og suður afrískur meistari.

Það er skemmst frá því að segja að Camilla Gjersem er langefst með 51.46 stig en hún setti jafnframt persónulegt stigamet í stutta prógraminu í alþjóðlegri keppni með frammistöðu sinni á RIG í dag. Camilla sýnir mikinn hraða og ótrúlega snerpu í prógrami sínu. Önnur er Maisy Hiu Ching Ma frá Hong Kong með 42.08 stig og þriðja Emilia Toikkanen frá Finnlandi með 40.42 stig.

Við hvetjum alla til að koma við í Skautahöllinni í Laugardal á morgun. Keppni hefst kl. 11 á morgun og verðlaunaafhending kl. 15:00.

Ljósmyndari: Hafsteinn Snær Þorsteinsson • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90