header

Fyrsta keppnisdegi RIG lokið

RIG 2016 Marta María Jóhannsdóttir Mynd: Art bicnick for The Reykjavík GrapevineÍslensku stúlkurnar eru að standa sig gríðarlega vel á fyrsta keppnisdegi RIG. Marta María Jóhannesdóttir er efst eftir stutta prógramið í Advanced Novice (Stúlknaflokki A). Hún sýndi glæsilegt prógram, þar sem hraði og útgeislun réði ríkjum og er hún rétt frá sínu besta skori með 30.76 stig.

Hún er tæpum 4 stigum á undan hinni norsku Kari Sofie Slørdahl Tellefsen sem setti persónulegt met í dag með 27.14 stig. Árangur Mörtu Maríu er ekki síður merkilegur þar sem hún er yngst af 11 skauturum í flokknum. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir er svo í þriðja sæti með 25.86 stig.

Á morgun, laugardag, munu úrslit ráðast í Advanced Novice en auk þess hefst keppni í Junior Men, Junior Ladies og Senior Ladies. Mótið er allt hið glæsilegasta en 25 erlendir keppendur munu veita okkar bestu íslensku skauturum harða keppni.

Dagskrá morgundagsins hefst kl. 12.30 í Skautahöllinni Laugardal. 

Ljósmyndari: Art Bicnick fyrir The Reykjavík Grapevine www.bicnick.com • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90