header

Frábær árangur á Alþjóðaleikum Ungmenna 2016

160113 Figure-Skating_Qualification_Short-Girls-21Nú rétt í þessu hafnaði Marta María Jóhannsdóttir í 2.sæti á Alþjóðaleikum Ungmenna 2016 (International Children's Games / ICG) sem fram fara í Innsbruck, Austurríki.

Auk þess að lenda í 2.sæti sló þessi unga og efnilega skautakona íslenska stigametið í stutta prógraminu (fékk 31.81 stig), frjálsa (fékk 54.68 stig) sem og heildarstigamet (fékk 86.49 stig) í Stúlknaflokki A (Advanced Novice). Fyrra heildarstigamet átti Emilía Rós Ómarsdóttir með 81.05 stig.

Allar íslensku stúlkurnar stóðu sig sömuleiðis með prýði. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir hafnaði í 10.sæti með 69.00 í heildarstig en alls kláruðu 30 stúlkur mótið. Thelma Kristín Maronsdóttir hafnaði í 22.sæti með 50.28 stig og Helga Karen Pedersen varð 26. Með 48.09 stig. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90