header

Skautakona ársins 2015

2015- Emilía_Rós_Ómarsdóttir._Ljósmyndari_Árni_SæbergEmilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2015 af stjórn Skautasambands Íslands. Emilía Rós keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Akureyrar og er á sínu fyrsta ári í Unglingaflokki A (Junior).

Emilía Rós byrjaði árið af krafti bæði á RIG og eins á Norðurlandamótinu í Noregi. Hún fylgdi eftir góðu gengi á NM og sló stigametið í stutta prógraminu á Vetrarmótinu sem og heildarstigametið í Stúlknaflokki A. Á sínu síðasta móti í flokknum, Hamar Trophy sem er mót innan Alþjóðaskautasambandsins (ISU), hafnaði hún svo í 2. sæti. Beðið var með eftirvæntingu að sjá hvernig Emilía Rós myndi standa sig í nýjum keppnisflokki nú í haust og hversu mikla pressu hún myndi setja á þær sem fyrir voru í Unglingaflokki A. Emilía Rós gerði sér lítið fyrir og hefur endað sem sigurvegari allra mótanna þriggja í haust, og var krýndur Bikar- og Íslandsmeistari í Unglingaflokki A. Emilía Rós bætti stigametið í langa prógraminu á Bikarmótinu og fór yfir hinn langþráða 100 stiga múr á Íslandsmótinu, með 102.31 í heildarstig, en engum öðrum íslenskum skautara hefur tekist það hingað til.

Emilía Rós er glæsilegur fulltrúi og góð fyrirmynd skautaíþróttarinnar. Skautasambandið óskar henni hjartanlega til hamingju með titilinn. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90