header

Norskur, finnskur og suður afrískur meistari hafa boðað sig á RIG

Juulia TurkkilaGóð skráning er í listhlaup á skautum en mótið verður annað árið í röð keyrt undir merkjum Alþjóðaskautasambandsins (ISU). Alls hafa 7 þjóðir sent inn keppendur í ISU flokkum með samtals 43 keppendum, þar af 23 erlendum. Auk ISU flokkanna verður mótið einnig keyrt sem „interclub" mót í yngri A flokkum og eldri B flokkum.

Í Kvennaflokki (Senior) hafa 8 keppendur skráð sig til leiks. Má þar nefna Camilla Gjersem frá Noregi, Juulia Turkkila frá Finnlandi og Michaela Du Toit frá Suður Afríku. Allar eru þær meistarar í sínu heimalandi og hafa náð góðum árangri á stærstu mótum í íþróttinni. Má þar nefna að Camilla varð í 21.sæti á Evrópumótinu og Juulia í 12.sæti á sama móti og 18. á Heimsmeistaramótinu. Michaela hefur tvisvar áður keppt á RIG árið 2012 og 2011.

Í Unglingaflokki (Junior) eru 22 keppandi skráður til leiks, þar af 10 erlendar stúlkur og 1 strákur. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90