header

100 stiga múrinn rofinn

12318459 10208337827430154_1780019465_oÍslandsmót Skautasambands Íslands hefur aldrei verið eins spennandi og nú. Næst síðust inná ísinn í Unglingaflokki A fer Agnes Dís Brynjarsdóttir, Skautafélaginu Birninum, og skilar nánast hnökralausu prógrami með háu erfiðleikastigi. Áhorfendur biðu spenntir að vita stigin enda lá í loftinu að 100 stiga múrinn var nærri. Agnes var þó rétt undir, fékk 99.91 stig og sló stigamet Völu Rún B. Magnúsdóttur, SR, síðan á RIG 2014 um 2,41 stig.

Emilía Rós Ómarsdóttir, Skautafélagi Akureyrar, lét pressuna frá Agnesi ekkert á sig frá og kom full sjálfstrausts síðust inná ísinn. Líkt og á fyrri mótum skilar Emilía nánast hnökralausu prógrami og nær fyrsta sætinu, þriðja mótið í röð. Frábær árangur hjá þessari ungu stúlku.

Eftir að Emilía hafði skautað sinn dans var spennan í algleymi því ljóst var að mjótt væri á munum milli þeirra Agnesar og Emilíu. Emilía kom sá og sigraði með 102.31 stig, sló met Agnesar út og sömuleiðis hinn margreynda 100 stiga múr en aldrei áður hefur íslenskum skautara tekist það. Það má því með sanni segja að nýtt blað sé brotið í sögu listhlaups á skautum á Íslandi.

Það áttu þó fleiri stúlkur gott mót en þær Emilía og Agnes. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, átti ágætan dag og fékk 93.32 stig í þriðja sætinu. Júlía Grétarsdóttir, frá Skautafélaginu Birninum, var eini keppandinn í Kvennaflokki A. Hún sýndi fallegt prógram og fékk 88.93 stig.

Skautafélag Akureyrar átti stúlkur í efstu 3 sætum í Stúlknaflokki A. Marta María Jóhannsdóttir hefur verið sigursæl á síðustu mótum og varð Íslandsmeistari líkt og í fyrra með 75.57 stig. Mikil keppni hefur verið milli þeirra Aldísar Köru Bergsdóttur og Ásdísar Örnu Fen Bergsveinsdóttur um annað og þriðja sætið. Aldís varð hlutskarpari í þetta sinn með 69.84 stig og Ásdís hafnaði í þriðja sæti með 65.44 stig. Herdís Birna Hjaltalín, SB, átti sömuleiðis stórgott mót og hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa verið þriðja eftir stutta prógramið í gær. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90