header

Íslandsmót ÍSS fer fram um næstu helgi

2015- Bikarmót_ÍSS._Agnes_Dís_Brynjarsdóttir._Ljósmyndari_Árni_Sæberg_10Íslandsmót Skautasambands Íslands fer fram um næstu helgi. 76 keppendur eru skráðir á mótið sem fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Það er víst ábyggilegt að spennan verður mikil í Unglingaflokki A. Bæði verður flokkurinn einkar fjölmennur á mótinu og svo hefur keppni verið hörð á undanförnu ári í flokknum.
Emilía Rós Ómarsdóttir, SA, kom ný inní flokkinn í haust og hefur sigrað bæði mótin og þar með sett talsverða pressu á þær sem fyrir voru.
Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SR, fór út fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix mótaröðina í haust en meiddist stuttu síðar og er að koma sterk inn aftur.
Einnig er viðbúið að Íslandsmethafi síðasta árs, Agnes Dís Brynjarsdóttir, SB, og Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, muni veita Emilíu Rós harða keppni en þær hafa verið í öðru og þriðja sæti á síðastliðnum tveimur mótum.

Gaman er að nefna að Júlía Grétarsdóttir, SB, mun keppa á Íslandsmótinu í Kvennaflokki A. Júlíu hefur gengið vel á mótum undanfarið í Kanada þar sem hún æfir alla jafna.

Í Stúlknaflokki A má búast við harðri baráttu milli þeirra Mörtu Maríu Jóhannsdóttur, Ásdísar Örnu Fen Bergsveinsdóttur og Aldísar Köru Bergsdóttur. Keppnin milli þeirra var einkar hörð á Bikarmótinu en einungis 1.25 stig skildu þær að.

Sérstök athygli er vakin á því að lið SR í samhæfðum skautadansi, Norðurljósin, mun vera með sýningu á laugardeginum kl. 13:25. Sýningin er líður í undirbúningi fyrir keppni erlendis í lok febrúar, en aðeins eitt lið er starfandi hér á landi.

Íslandsmótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Aðgangur er ókeypis og gestir hjartanlega velkomnir. • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90