header

Bikarmóti 2016 á Akureyri lokið

Agnes 3Keppni í frjáslu prógrami var griðarlega spennandi hjá Unglingaflokki A en mjótt var á munum eftir keppni laugardagsins þar sem tæp 2 stig skildu að fyrstu þrjú sætin. Kristín Valdís skilaði góðu frjálsu prógrami og var hæðst keppenda með 58,31 stig. Niðurstaða stutta og langa prógramsins var þó á þann veg að Agnes Dís náði að halda forystu með 90,93 stig en Margrét Sól og Kristin Valdís koma þar fast á hæla hennar em 89,98 og 89,42 stig.

Í stúlknaflokki A lenti Marta María í 3. sæti eftir frjálsa prógramið þar sem hún tók þá áhættu að reyna tvöfaldan Axel. Listfengieinkunn hennar fleytti henni þó vel áfram og sigraði hún flokkinn í lok dags með 71,82 stig en sjónarmunur var á milli hennar og Aldísar Köru í lokaeinkunn eða eingöngu 0,11 sti. Ásdís Arna Fen Bergsveisndóttir fylgir þeim svo fast á eftir með 69,91 stig.

Í 12 ára og yngri A eigum við marga og efnilega skautara og var gaman að sjá að sigurvegi flokksins, Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir reyndi við tvöfaldan Axel. Í 10 ára og yngri A sigraði svo Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og í 8  ára og yngri Sara Kristín Pedersen.

Ljóst verður að baráttan þetta keppnistímabilið er mun harðari en verið hefur og áhugavert verður að sjá hvernig Íslandsmótið fer í byrjun desember.

(Mynd Helga Hjaltadóttir) • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90