header

Góð þátttaka á: Basic Test / Grunnprófsnámskeiði ÍSS

Maria Mclean, ráðgjafi ÍSS sá um námskeiðið, laugardaginn 25. ágúst 2007. 

Farið var yfir próf fyrir 8 ára og yngri A og 10 ára og yngri A, á ís og síðan var vinnufundur hjá: 3 dómurum ÍSS, Guðbjört Erlendsdóttir, Sólveig Dröfn Andrésdóttir og Sigr. María Fortescue, ásamt þjálfurum frá hverju félagi; B: Helga Olsen, SA: Helga Margrét Clarke, SR: Guillaume Kermen, þau munu útfæra nánar próffyrirkomulag ásamt Mariu Mclean.

 ÍSS stefnir að því að hefja próf fyrir 8 ára og yngri A og 10 ára og yngri A, næsta vor, eða 2008, til þess að geta keppt í þessum flokkum keppnisárð 2008-2009 verða keppendur að ná prófi, árið 2009 er stefnt að því að bæta við prófi fyrir 12 ára og yngri A, vegna keppnisársins 2009-2010,  vorið 2010 Novice fyrir keppnisárið 2010-2011 og svo koll af kolli.

ÍSS auglýsir dagsetningar prófanna, félögin skrá iðkendur sína á þau. Nánari upplýsingar, gjald og fleira verður sent til félaganna fyrir 1. apríl 2008

  • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90