header

Sunna á panel í Zagreb, Króatíu

 BIC3056Sunna Björk Mogensen, ISU DRO, mun sitja á panel á heimsmeistaramóti unglinga í samhæfðum skautadansi dagana 11.-14.mars 2015 í Zagreb, Króatíu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur starfsmaður á panel er fenginn til að starfa á  meistaramóti ISU. 

Sunna hefur starfað lengi sem DRO á Íslandi. Hún fékk ISU réttindi árið 2013, sem er hæsta stig starfsmanna á panel, og er jafnframt eini íslendingurinn með þau réttindi enn sem komið er. Réttindi Sunnu sem DRO ná yfir allar greinar listhlaups í single, pair og synchronized skating og ice dancing. 

Sunna æfði samhæfðan skautadans um árabil með Ísmolunum og fór með þeim á heimsmeistarmót 2002 og einnig með sænska liðinu Team Boomerang árið 2008. Nú þjálfar Sunna lið Team Northern Lights í samhæfðum skautadansi og hefur gert farsællega í nokkur ár.

Mótið, ISU World Junior Synchronized Skating Championship 2015, má sjá hér. 

Tilkynning um ÍSS keppnisreglur

Stjórn ÍSS hefur samþykkt tillögu þjálfararáðs og dómara-og tækniráðs um að sungin tónlist (vocal music) verði leyfð hjá öllum aldursflokkum í A, B og C keppnisflokkum keppnistímabilið 2015-2016.  

Stigamet og þrefalt stökk

2015-02-28 - Vetrarmót ÍSS 1.sæti Unglingaflokkur A - Þuríður Björg Björgvinsdóttir - Mynd Art BicnickEmilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógraminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógram með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010.

Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógramið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig.

Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fimmta eftir stutta prógramið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig.

Lesa meira  • Saffran logo lit RGB - 201x41
  • Icewear logo-90x90
  • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
  • thumb new-nordics-logo- web

  • nitrologo2 207x46

  • isi

  • dominos 4

  • Hagkaup logo - 202-61

  • OK-logo transp - 200x54
  • everest logo 156x95