header

Stigamet og þrefalt stökk

2015-02-28 - Vetrarmót ÍSS 1.sæti Unglingaflokkur A - Þuríður Björg Björgvinsdóttir - Mynd Art BicnickEmilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógraminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógram með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010.

Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógramið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig.

Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fimmta eftir stutta prógramið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig.

Lesa meira

Stigamet slegið í stutta prógraminu

2015-02-28 Vetrarmót ÍSS - Stúlknaflokkur A Emilía Rós Ómarsdóttir. Mynd Hafsteinn Snær Þorsteinsson 2Vetrarmótið í listhlaupi á skautum hófst kl. 8:00 í morgun í Egilshöllinni. Mótið er síðasta mót vetrarins sem haldið er af Skautasambandi Íslands sem jafnframt á 20 ára afmæli í dag, 28.febrúar 2015.

Mikil eftirvænting var eftir mótinu þar sem allir okkar bestu skautarar voru skráðir til keppni auk þess að fyrrum Ólympíufari, hin 22ja ára Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu, var gestakeppandi í Kvennaflokki A. Ivana sýndi glæsileg stökk, tvö þreföld stökk, þar sem annað var í samsetningu þrefalt tvöfalt. Ivana fékk mikið lof áhorfenda og er með 40.39 stig eftir fyrri keppnisdag.

Lesa meira

20 ára afmæli Skautasambands Íslands

20 ára afmæli  • Saffran logo lit RGB - 201x41
  • Icewear logo-90x90
  • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
  • thumb new-nordics-logo- web

  • nitrologo2 207x46

  • isi

  • dominos 4

  • Hagkaup logo - 202-61

  • OK-logo transp - 200x54
  • everest logo 156x95