header

Skautakona ársins 2014

Íslandsmót Agnes DísAgnes Dís Brynjarsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2014 af Stjórn Skautasambands Íslands. Agnes Dís keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Bjarnarins og er á öðru ári í Unglingaflokki A (Junior).

Agnes Dís hefur verið á góðri uppsveiflu undanfarin ár í keppnum bæði innanlands og erlendis. Hún byrjaði árið 2014 vel og varð í þriðja sæti á RIG. Í kjölfarið tók hún þátt á ISU Dragon Trophy móti í Slóveníu og Norðurlandamótinu í Svíþjóð þar sem hún hafnaði í 17.sæti með 86.71 stig. Agnesi Dís gekk ekki sem skildi á fyrsta móti haustsins en sannaði það svo að hún er vel að titlinum komin á síðustu tveimur mótum ársins er hún varð bæði Bikar- og Íslandsmeistari í Unglingaflokki A. Að auki setti hún persónulegt met sem og að litlu munaði að hún bætti stigametið á nýliðnu Íslandsmóti með 97.20 stig.

Agnes Dís er glæsilegur fulltrúi og góð fyrirmynd skautaíþróttarinnar. Skautasambandið óskar henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

SA stúlkur í verðlaunasætum í Bratislava

56th grand_prix_of_bratislava_verðlaun_3SA stúlkur stóðu sig með mikilli prýði á 56th Grand Prix Bratislava mótinu sem haldið var í Slóvakíu liðna helgi. Marta María Jóhannsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði Pre Novice flokkinn með 46.06 stigum. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir hafnaði í 2.sæti með 41.87 stig og Aldís Kara Bergsdóttir varð í 9.sæti með 36.40 stig.

Hin 8 ára Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir hafnaði í 2.sæti í Pre Juvenile 8 flokki með 24.52 stig. Rebekka Rós Ómarsdóttir hafnaði í 6.sæti með 28.83 stig í flokknum Pre Juvenile 10 og Pálína Höskuldsdóttir setti persónulegt met í Advanced Novice er hún fékk 66.06 stig og hafnaði í 10.sæti.

Skautasambandið óskar stúlkunum til hamingju og hlakkar til að sjá meira frá þessum ungu og efnilegu stúlkum á komandi árum.

Reykjavíkurleikarnir / RIG

2014 - RIG Kynningarefni ÍSS  forsidaVið erum farin að hlakka til RIG enda aðeins 5 vikur í að leikarnir hefjist!
Fjölmiðlar hafa sýnt okkar glæsilegu íþróttakonum mikla athygli undanfarið og nú, í fyrsta sinn, verður listhlaup á skautum í beinni útsendingu á RÚV og það í alls um 3 tíma, frá kl. 13-16, sunnudaginn 18. janúar.

Við leitum að samstarfsaðilum og bjóðum 3m auglýsingu á battann á skautasvellinu innanverðu (sést mjög vel í sjónvarpi), logo á heimasíðu og auglýsingu í RIG dagskrá á aðeins 95.000 kr.

Áhugasamir hafið samband við skrifstofu ÍSS í síma 514 4074 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

  • n1
  • Icewear logo-90x90
  • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
  • thumb new-nordics-logo- web
  • European 2014-3

  • olympics 2014 logo
  • isi
  • thumb RIG

  • Merki IBR thumbnail