header

Skautabúðir ÍSS í ágúst

Dagana 9. og 10.ágúst 2014 stendur ÍSS fyrir skautabúðum í Skautahöllinni í Laugardal.  Búðirnar eru fyrir A skautara sem náð hafa prófum í eftirfarandi flokkum:

 • 12 ára og yngri A
 • Novice Advanced
 • Junior
 • Senior

Markmið búðanna er að hafa það gaman en ekki síður að efla liðsheildina milli allra þeirra sem koma að skautaíþróttinni, þá sérstaklega stelpnanna, þjálfara þeirra og klúbbanna í heild. Allir skautarar sem taka þátt í námskeiðinu fá að auki tilsögn frá tæknidómurum (Technical Controller og Technical Specialists) um prógrömmin sín.

Nákvæm dagskrá mun verða birt á heimasíðu sambandsins fljótlega en reikna má með að námskeiðið standi frá kl. 12 - 19 á laugardeginum og frá kl. 9-13 á sunnudeginum en fer þó eftir fjölda þátttakenda.  Þjálfun á námskeiðinu verður í höndum þjálfara frá aðildarfélögum ÍSS og yfirþjálfarar sjá um skipulag.

Skráning fer fram með greiðslu þátttökugjalds kr. 2.000,- Greiða þarf inná reikning 0111-26-122344 kt. 560695-2339 fyrir 29.júlí nk. Staðfesting óskast send á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofa ÍSS verður lokuð fram til 5.ágúst

Skrifstofa Skautasambandsins verður lokuð vegna sumarleyfa fram til 5.ágúst nk. 

Ef málið þolir enga bið er hægt að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Undirrituð mun hafa auga með póstinum. 

Með kveðju,
Ingibjörg

Tveir íslenskir dómarar á alþjóðlegt dómaranámskeið

Berglind Rós Einarsdóttir og Kristín Helga Hafþórsdóttir fóru út í morgun á vegum Skautasambands Íslands á alþjóðlegt dómaranámskeið í Frankfurt, Þýskalandi.

Alþjóða skautasambandið (ISU) hefur veg og vanda að námskeiðinu. Námskeiðið stendur yfir í fjóra daga og líkur með prófi sem veitir réttindi sem alþjóðlegur dómari í listhlaupi á skautum.

Skautasamband Íslands óskar íslensku dómurunum góðs gengis á námskeiðinu.

 • n1
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • Nordics-logo-2014-2
 • European 2014-3

 • olympics 2014 logo
 • world championship 2014 logo-1
 • isi
 • thumb RIG

 • Merki IBR thumbnail