header

Skate-off, skautabúðir og dómara- og tækninámskeið

Mikið var um að vera hjá Skautasambandinu sl. helgi. Á fimmtudag og föstudag var svokallað "skate-off" um sæti á tvö Junior Grand Prix mót sem fram fara í september. Þær Agnes Dís Brynjarsdóttir og Vala Rún B. Magnúsdóttir þáðu boðið í skate-off. Vala Rún fer á fyrra mótið í Tékklandi og Agnes það síðara í Eistlandi eins og fram kemur í fyrri frétt.

Um helgina fór einnig fram námskeið á vegum ÍSS fyrir dómara- og tæknidómara sem Jeroen Prins, ISU Referee og Technical Controller, sá um. 12 manns sóttu námskeiðið.

Sömuleiðis voru haldnar skautabúðir fyrir 12 ára og eldri A skautara um helgina. Yfirþjálfarar klúbbanna þriggja áttu veg og vanda að búðunum. Sameiginlegar æfingar voru á laugardeginum og hver og ein stúlka fékk tækifæri til að skauta sitt prógram fyrir tæknipanel á sunnudeginum til undirbúnings fyrir keppnistímabilið sem framundan er. Tæknipanellinn gaf síðan stúlkunni og þjálfara hennar ráðleggingar um hvað var vel gert og hvað megi bæta. 
Í lok búðanna á laugardeginum var stúlkunum og foreldrum þeirra boðið á fyrirlestur Audrey Freyju, sjúkraþjálfara og fyrrum skautara. Fyrirlesturinn fjallaði um fyrirbyggingu álagsmeiðsla og endurheimt eftir æfingar. 

Stúlkurnar og þjálfarar fengu gjafir frá Icewear, ÍSS og ÍSÍ. Hér má sjá hluta af hópnum sem mættur var við upphaf skautabúðanna. Ljósmyndari er Hafsteinn Snær.

21 hópmynd edited

Junior Grand Prix 2014

Skautasambandi Íslands hefur tilkynnt um val skautara á  JGP mótaröð ISU 2014.  

ISU Grand Prix sem fram fer í Ostrava í Tékklandi 03. – 07. september 2014.

Keppandi ÍSS: Vala Rún B. Magnúsdóttir - SR

Varamaður: Agnes Dís Brynjarsdóttir – SB

ISU Grand Prix sem fram fer í Tallinn í Eistlandi 24.-28. September 2014.

Keppandi ÍSS: Agnes Dís Brynjarsdóttir – SB

Varamaður: Vala Rún B. Magnúsdóttir - SR 

Skautabúðir ÍSS í ágúst

Dagana 9. og 10.ágúst 2014 stendur ÍSS fyrir skautabúðum í Skautahöllinni í Laugardal.  Búðirnar eru fyrir A skautara sem náð hafa prófum í eftirfarandi flokkum:

 • 12 ára og yngri A
 • Novice Advanced
 • Junior
 • Senior

Lesa meira

 • n1
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • Nordics-logo-2014-2
 • European 2014-3

 • olympics 2014 logo
 • world championship 2014 logo-1
 • isi
 • thumb RIG

 • Merki IBR thumbnail