header

Grunnpróf: breyting á framkvæmd

Grunnpróf: Breyting á framkvæmd

Í grunnprófum sem fram fara um helgina mun öllum skauturum vera heilsað formlega með handabandi af dómurum í upphafi prófs.   Þetta er breyting frá því sem áður var.

Niðurstöður eru kynntar fyrir skauturum í lok prófs með sama hætti og áður (engin breyting): 

 • Ef skautari nær prófi er honum/henni óskað til hamingju með handabandi.
 • Ef skautari nær ekki prófi fær hann/hún ekki handaband í lokin. 

ÍSS hvetur þjálfara og stjórnir félaga til að kynna þetta vel, bæði fyrir skauturum sem og foreldrum.

Kristín Helga komin heim af ISU dómaranámskeiði

Kristín Helga_í_PóllandiKristín Helga Hafþórsdóttir, 4. stigs landsdómari, og ein af okkar reyndari dómurum er nýkomin heim af dómaranámskeiði á vegum ISU í paraskautun (pairskating) sem haldið var í Torun í Póllandi. Námskeiðið er liður í undirbúningi hennar til alþjóða dómararéttinda í listhlaupi á skautum.
Á námskeiðinu voru samankomnir efnilegir dómarar, þjálfarar og skautapör. Kristín Helga sagði námskeiðið afar lærdómsríkt og gagnlegt til undirbúnings fyrir alþjóðaréttindin sem hún stefnir á að taka í Frankfurt í sumar.
Sem stendur er enginn dómari á Íslandi skráður með alþjóðaréttindi en það telst nauðsynlegt fyrir skautaíþróttina hér á landi að fá slíka þekkingu til frekari framfara fyrir íþróttina í heild sinni.

Frábær árangur á Hamar Trophy í Noregi

Emilía Rós Ómarsdóttir Mynd Art BicnickEmilía Rós Ómarsdóttir varð önnur á alþjóðlegu ISU móti í listhlaupi á skautum í Hamar, Noregi, um helgina. Emilía Rós átti mjög gott mót bæði í stutta og langa prógraminu og fékk heildarskor uppá 77.32 stig í Stúlknaflokki A (Advanced Novice). Emilía Rós er 15 ára gömul og á sínu síðasta ári í flokkinum. Hún hefur sýnt stöðugar framfarir á síðustu misserum og verður því gaman að fylgjast með henni á komandi keppnistímabili í Unglingaflokki A (Junior).

Kristín Valdís Örnólfsdóttir átti sömuleiðis stórgott mót er hún setti persónulegt met með skori uppá 95.73 stig og hafnaði í 9.sæti. Kristín Valdís er 16 ára gömul og á sínu fyrsta ári í Unglingaflokki A. Með svo háu skori er hún að skipa sér í sess með okkar allra bestu skauturum.

Kristín Valdís Örnólfsdóttir Mynd Art Bicnick

Marta María Jóhannsdóttir og Vala Rún B. Magnúsdóttir stóðu sig sömuleiðis mjög vel. Marta María varð 3ja í langa prógraminu í Stúlknaflokki A en hún aðeins 11 ára gömul og er því að keppa við stúlkur sem eru allt uppí 4 árum eldri en hún.
Vala Rún er að koma aftur inn eftir meiðsli og skautaði mjög vel í stutta prógraminu í Unglingaflokki A.

Alls héldu tíu stúlkur úr Úrvalshópi Skautasambands Íslands til keppni á mótinu og stóðu sig með prýði. Hér má sjá úrslitin.

  • Saffran logo lit RGB - 201x41
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • thumb new-nordics-logo- web

 • nitrologo2 207x46

 • isi

 • dominos 4

 • Hagkaup logo - 202-61

 • OK-logo transp - 200x54
 • everest logo 156x95