header

Junior Grand Prix móti lokið í Riga

Þuríður Björg Björgvinsdóttir hefur lokið keppni á Junior Grand Prix móti sem haldið var í Riga, Lettlandi. Þuríður, sem keppir í Unglingaflokki A (Junior A), var þónokkuð frá sínu besta og endaði í 29. sæti af 32 keppendum.

Þuríður fékk skor uppá 74.35 stig en á best 94.78 stig sem hún náði á Development Trophy fyrr á árinu. Þrátt fyrir slakt gengi á mótinu hefur hún verið að bæta sig nokkuð stöðugt síðastliðið ár og sýnir þrefalt stökk á æfingum. Við hlökkum því til að fylgjast með Þuríði á komandi keppnistímabili.

Sunna Björk er DRO á JGP í Riga

Sunna Björk Mogensen er stödd á Junior Grand Prix móti í Riga, Lettlandi, þar sem hún mun sitja á panel sem DRO. Keppni hefst á morgun og lýkur á laugardag. Það er mikill heiður fyrir Skautasambandið að Sunna hafi verið beðin um að sitja á panel á ISU mótaröðinni og óskar sambandið henni góðs gengis.

Þuríður Björg á Junior Grand Prix

Í fyrramálið mun Þuríður Björg Björgvinsdóttir úr Skautafélaginu Birninum halda til Riga í Lettlandi ásamt þjálfara sínum Clair Ben Zina. Þar mun Þuríður Björg keppa fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix mótaröðinni.

Keppni í stutta prógraminu hefst á fimmtudag og langa prógramið er á föstudag. Hér má finna frekari upplýsingar um mótið og eins krækju á beina útsendingu á You Tube.

Við óskum Þuríði góðs gengis á mótinu.  • Saffran logo lit RGB - 201x41
  • Icewear logo-90x90
  • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
  • thumb new-nordics-logo- web

  • nitrologo2 207x46

  • isi

  • dominos 4

  • Hagkaup logo - 202-61

  • OK-logo transp - 200x54
  • everest logo 156x95