header

Lið Norðurljósanna í 3.sæti á Mozart Cup

2015-01 - synchro Mozart Cup 3.sætiLið Norðurljósanna í samhæfðum skautadansi (synchro) keppti um helgina á Mozart Cup klúbbamóti í Salzburg í Austurríki. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lentu í 3. sæti af 13 liðum í opnum flokki (mixed age) með 50.12 stig. Þetta er fyrsta mót stúlknanna á tímabilinu en þær eru eina liðið í samhæfðum skautadansi hér heima.

Skautasamband Íslands óskar þeim til hamingju með árangurinn.

 

 

 

Vetrarólympíuhátíð að hefjast

EYOWF 2015Í gær héldu Kristín Valdís Örnólfsdóttir og þjálfari hennar, John Kauffman, ásamt öðrum íslenskum þátttakendum á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem sett verður í Vorarlberg í Austurríki í dag, sunnudaginn 25. janúar.  Sjá frétt á vef ÍSÍ http://isi.is/frettir/frett/2015/01/21/Vetrarolympiuhatid-Evropuaeskunnar-2015/

Tveir flokkar keppa í listhlaupi á skautum á mótinu; Drengir og Stúlkur fædd á bilinu 01.07.1998 – 30.06.2000.  30 stúlkur frá jafn mörgum löndum taka þátt í mótinu og 18 drengir.  Dagskrá hjá stúlkunum :

 • Mánudaginn 26. Janúar kl. 10:00 að staðartíma verður keppt í stuttu prógrammi.  Kristín Valdís er í fyrsta upphitunarhóp.
 • Miðvikudaginn 28. Janúar kl. 10:00 að staðartíma verður keppt í frjálsu prógrammi.

Upplýsingar um úrslit í listhlaupi á skautum er að finna hér: http://www.skateaustria.com/ergebnisse_201415/eyof/  

Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni: http://www.eyof2015.org/

ÍSS sendir Kristínu Valdísi, John og öllum íslensku þátttakendunum bestu kveðjur og óskar þeim góðs gengis á mótinu.

Frábær árangur íslensku stúlknanna á RIG

Shaline Ruegger_-_Unglingaflokkur_A-Junior._Mynd_Hafsteinn_Snær_Þorsteinsson_35Mjög hörð barátta var í Stúlknaflokki A / Advanced Novice milli þeirra Emilíu Rósar Ómarsdóttur og Mörtu Maríu Jóhannsdóttur en aðeins 0.09 stig skildu þær að. Emilía Rós fékk 71.87 stig og Marta María 71.78 stig. Pálína Höskuldsdóttir átti mjög góðan dag og hafnaði í þriðja sæti með 61.74 stig. Allar eru þær úr Skautafélagi Akureyrar.

Stúlkurnar í Unglingaflokki A / Junior sýndu glæsileg dansa í dag. Shaline Rüegger frá Sviss, sem var efst eftir fyrri keppnisdag, hélt sæti sínu þó hin filippíska Samantha Cabiles hafi gert góða atlögu að því. Ruegger sýndi nánast hnökralaust prógram, með glæsilegum stökkum og endaði með 116.04 stig. Cabiles skilaði skori uppá 108.65 stig. Hún nær einstaklega vel til áhorfenda og ekki skemmir fyrir hversu flottir kjólarnir hennar eru.

Lesa meira • Saffran logo lit RGB - 201x41
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • thumb new-nordics-logo- web

 • nitrologo2 207x46

 • isi

 • Hagkaup logo - 202-61
 • everest logo 164x100

 • OK-logo transp - 200x54