header

Bikarmeistarar 2014

Bikarmót ÍSS - Verðlaunaafhending mynd.Helga Hjaltadóttir 8Seinni keppnisdagur á Bikarmóti Skautasambands Íslands hófst snemma í morgun með glæsilegum dansi keppenda í 8 ára og yngri A, 10 ára og yngri A og 12 ára og yngri A. Skautafélag Akureyrar kom sá og sigraði með þeim Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur, Rebekku Rós Ómarsdóttur og Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttur í fararbroddi. Í Unglingaflokki B sigraði Elízabeth Tinna Arnardóttir, SB, með miklum yfirburðum.

Mikil tilhlökkun ríkti eftir keppni í Stúlknaflokki A og Unglingaflokki A eftir glæsilega frammistöðu gærdagsins. Bikarmeistari ársins í Stúlknaflokki A er Emilía Rós Ómarsdóttir, SA, með 71.10 stig. Gaman verður að fylgjast með Emilíu í vetur en hún kemur sterk inn eftir að hafa tryggt sér gull á báðum mótum vetrarins. Í öðru sæti varð Marta María Jóhannsdóttir, SA, með 65.67 stig og Pálína Höskuldsdóttir, SA, í því þriðja með 50.65 stig.

Í efsta flokknum, Unglingaflokki A, var spennan í algleymingi eftir að Vala Rún B. Magnúsdóttir, SR, hafði slegið met í stutta prógraminu í gær. Búist var við því að stúlkurnar í efstu sætunum myndu flestar reyna við þrefalt stökk eftir harða keppni í stutta prógraminu og pressan var því mikil. Agnes Dís Brynjarsdóttir, SB, byrjaði mjög vel með glæsilegri stökk-samsetningu og náði hæsta skori í frjálsu prógrammi í dag með krafti og öryggi. Hún komst þannig upp fyrir Völu Rún og sigraði með heildarskori uppá 88.88 stig og tryggði sér þannig bikarmeistaratitil 2014. Vala Rún endaði í 2. sæti með 83.48 stig og Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, í 3. sæti með 78.26 stig. Eina stúlkan sem reyndi þrefalt stökk í dag var Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, sem náði 4. sætinu. Hástökkvari dagsins var þó Eva Dögg Sæmundsdóttir, SB en hún hafnaði í öðru sæti í langa prógraminu eftir að hafa verið í því síðasta eftir stutta prógram gærdagsins. Eva Dögg hafnaði í 5. sæti í heildarkeppninni.

Mjög gaman er að sjá hversu miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í listhlaupi á skautum. Miklar vonir eru því bundnar við okkar ungu og efnilegu skautara á komandi árum. 

Hér má sjá úrslit mótsins.

Met slegið í dag

Mikil barátta var meðal okkar bestu skautara á fyrri degi Bikarmóts sem hófst í Laugardalnum í dag. Fyrsti keppandi í Unglingaflokki A, Agnes Dís Brynjarsdóttir frá SB, setti tóninn með því að skila nánast hnökralausu prógrami. Pressan var því mikil á næstu stúlkur. Kristín Valdís Örnólfsdóttir frá SR, sem er að koma upp úr Stúlknaflokki A, skilaði góðu prógrammi og Þuríður Björg Björgvinsdóttir frá SB, sem sigraði Haustmótið örugglega, sýndi frábæran dans en gerði dýrmæt mistök í stökkunum.

Vala Rún B. Magnúsdóttir frá SR og bikarmeistari 2013, stal þó senunni í dag þegar hún braut múrinn í tækniskori og heildarskori fyrir stutta prógramið og fékk 21.14 í tæknieinkunn og 37.08 í heildareinkunn sem er hæsta skor í Unglingaflokki A til þessa. Vala Rún, kom því sterk inn á sínu fyrsta móti á þessu tímabili en hún var meidd á Haustmóti Skautasambandsins sem fram fór fyrir mánuði síðan.

Lesa meira

Bikarmót 2014 - keppnisröð

Dregið var um keppnisröð á Bikarmóti þriðjudaginn 21. október, 2014, á skrifstofu ÍSS.

Hér má sjá keppnisröðina - smellið á Starting Order / Result Details hjá þeim hópi sem þið viljið skoða til að sjá keppnisröðina.  Vakin er athygli á því að á sunnudeginum þá eru þrjár fyrst stúlkurnar úr 10 ára og yngri A í sama upphitunarhópi og 8 ára og yngri A (þ.e. fyrsta upphitunarhópi kl. 7:45).

  • n1
  • Icewear logo-90x90
  • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
  • Nordics-logo-2014-2
  • European 2014-3

  • olympics 2014 logo
  • world championship 2014 logo-1
  • isi
  • thumb RIG

  • Merki IBR thumbnail