header

Haustmót 2016 - keppni lokið

Haustmóti ÍSS 2016 lokið – góð byrjun á vetrinum

Haustmót Skautasambands Íslands (ÍSS) í listhlaupi á skautum fór fram í Skautahöllinni í Reykjavík um helgina. Veturinn byrjar vel og ljós. 

2016-09-25 12.27.09 LJóst er að ekkert lát er á framförum íslenskra skautara í íþróttinni.  Alls tóku 63 keppendur þátt í 10 keppnisflokkum sem skiptast upp í 8, 10, og 12 ára og yngri A og B sem og Stúlknaflokk (novice) og Unglingaflokk (Junior) A og B. Fjöldi keppenda er nokkuð jafn á milli keppnisflokka.að

Keppni hjá 8, 10 og 12 ára og yngri A flokkum lauk í dag og er ljóst að þar eigum við marga efnilega skautara. Sara Kristín Pedersen sigraði 8 ara, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í 10 ára og yngri auk þess sem Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði nokkuð örugglega í 12 ára og yngri A og yngri 

Í Stúlknaflokki A héldu Akureyriarstúlkur foryrstunni í fyrstu 3 sætunum en þar bar Marta María Jóhannsdóttir sigur úr býtum með 72,17 stig, Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 2. sæti og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í því þriðja.

Samkeppnin var mikil í Unglingaflokki A, en þar kepptu 8 skautarar. Emilía Rós Ómarsdóttir frá SA hélt áfram forystunni frá eftir keppni í stuttu prógrami fyrri keppnisdaginn og hafnaði í 1. sæti með 95,18 stig. Kristín Valdís veitir Emilíu harða samkeppni og fylgir henni fast á eftir í 2. sæti með 87,15 stig. í 3. sæti hafnaði Margrét Sól Torfadóttir með 84,94 stig.

Mikið verður um að vera í skautaíþrottinni þetta keppnistímabilið þar sem fyrirhuguð eru tvö stórmót eftir áramót þ.e. Reykjavíkurleikar í febrúar nk sem og að Norðurlandamótið verður haldið stuttu síðar.

Úrslit er að finna hér.

 

 

Haustmót 2016 - live feed

Nú er hægt að fylgjast með úrslitum 'live' frá Haustmótinu.  

Smella á Starting Order/Result Details fyrir viðkomandi flokk.

Haustmót 2016 - fyrri keppnisdegi lokið

Haustmót 2016 hófst í dag 24. september í Skautahöllinni í Reykjavík. Mótið er fyrsta mót vetrarins og ánægjulegt var að sjá hversu sterkar stelpurnar okkar eru að koma inn eftir sumarfrí. Fimm flokkar luku keppni í dag: 8, 10, 12 ára og yngri B sem og Stúlkna- og Unglingaflokkur B. Sjá úrslit.

Emilía Rós Ómarsdóttir Ljósm Helga Hjaltadóttir
Ljóst er að samkeppnin verður hörð þetta keppnistímabilið þar sem oft var mjótt á munum. Óskum við öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Eftir stutt prógram í Unglingaflokki (Junior) A vermir Emilía Rós Ómarsdóttir (SA) 1. sætið með 35,07 stig. Fast á hæla hennar koma þær Kristín Valdís Örnólfsdóttir (SR) með 32,85 stig, Margrét Sól Torfadóttir (SR) með 31,42 stig og Eva Dögg Sæmundsdóttir (SB) með 29,49 stig. Því verður spennandi að sjá hvernnig þeim mun ganga í frjálsu prógrami á morgun.

Sömu sögu má segja um Stúlknaflokk (Novice) A þar sem stigamunur fjörgurra efstu keppendanna er ekki nema fjögur stig. Taka þar slaginn Akureyrarstúlkurnar Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og fylgir Helga Karen Petersen frá Birninum þeim fast á eftir.

Því má búast við spennandi keppni á morgun í frjálsu prógrami Stúlkna- og Unglingaflokki A auk þess sem 8, 10 og 12 ára og yngri A flokkar munu hefja keppni. Við hvetjum alla til að mæta og fylgjast með. Aðgangur er ókeypis • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90