header

Sérgreinanámskeið 1C - drög að dagskrá

Þann 17. maí næstkomandi hefst sérgreinanámskeið 1C fyrir þjálfara með fjarnámi.  Drög að dagskrá eru birt hér með fyrirvara um breytingar.

Æskilegt er að fjarnámi sé lokið áður en staðalnámið hefst, en þar sem tímasetning skarast við vorpróf í ákveðnum skólum þá er í boði að ljúka fjarnáminu vikuna eftir staðalnámið, þ.e. 23. - 27. maí.  Þeir sem vilja ljúka fjarnáminu eftir staðalnámið þurfa að sækja um það sérstaklega til umsjónaraðila námskeiðsins, Erlendínu Kristjánsson, með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráning á námskeiðið fer fram með því að greiða námskeiðisgjaldið, 5.000 kr., inn á reikning ÍSS nr. 111-26-122344 kt. 560695-2339 og senda kvittun ásamt nafni, netfangi og símanúmeri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 10. maí.

 

1. og 2. sæti á European Criterium

Þær Rebekka Rós Ómarsdóttir og Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar náðu frábærum árangri í mótaröðinni European Criterium sem lauk í byrjun apríl. Þrjú mót eru í mótaröðinni og voru þau haldin í Serbíu, Ungverjalandi og að lokum á Ítalíu.

Ísold Fönn hafnaði í 2. sæti á fyrsta móti, 2. sæti á öðru móti og 1. sæti á þriðja mótinu. Sá frábæri árangur skilaði henni sigri í sínum aldursflokki í mótaröðinni samanlagt.

Rebekka Rós hafnaði í 4. sæti á fyrsta móti, 1. sæti á öðru móti og 2. sæti á þriðja mótinu.Þessi frábæri árangur kom henni í 2. sæti í sínum aldursflokki á mótaröðinni í heild.

Skautasamband Íslands vill senda þeim Rebekku Rós og Ísold Fönn sem og aðstandendum þeirra innilegar hamingjuóskir með þennan líka frábæra árangur.

http://www.sasport.is/is/frettir/rebekka-ros-omarsdottir-hafnadi-i-2-saeti-samanlagt-i-european-criterium

http://www.sasport.is/is/frettir/isold-fonn-vilhjalmsdottir-sigradi-sinn-flokk-samanlagt-a-european-criterium-motarodinni

Eva Dögg á Avas Cup

Eva Dögg_Vetrarmót_-_Ljósmyndari_HafsteinnEva Dögg Sæmundsdóttir úr Skautafélaginu Birninum tók þátt í 11th Avas Cup í Ungverjalandi um helgina.  Evu Dögg gekk ágætlega og lenti í  5. sæti af 12 keppendum.

Úrslit má sjá hér: http://www.moksz.hu/kezdolap/11-avas-cup-miskolc

  • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90