header

Bikarmót 2015 - keppendalisti og dagskrá

 

Bikarmót ÍSS fer fram 16. - 18. október í Egilshöll.

Drög að dagskrá og keppendalisti er hér fyrir neðan.  Dregið verður um keppnisröð þriðjudaginn 13. október.  Keppnisröð verður birt á heimasíðu eigi síðar en miðvikudaginn 14. október. 

!! Ath. dagskrá getur breyst , keppnistímar verðar færðir til innan dagsins og upphitunarflokkar sameinaðir ef afföll gefa tilefni til þar sem tímaplan er mjög þröngt !!

 

Föstudagur  - Aðalæfing stutta prógram  (Official Practice- SP)

19:15-19:40   Stúlknaflokkur A fyrri hópur

Lesa meira

ÍSS Þjálfaranámskeið 1B - dagskrá

Dagskrá fyrir ÍSS sérgreinanámskeið 1B haustið 2015.

Allt námskeiðið fer fram í Egilshöll.  Munið að vera með skauta meðferðis fyrir æfingar á ís.

Boðið verður uppá léttar veitingar á laugardagskvöldinu.  Að öðru leyti þurfa þátttakendur að sjá sjálfir um næringu og hvetjum við alla til þess að vera með hollt og gott nesti. 

ÍSS Þjálfaranámskeið 1B

Framundan er sérgreinanámskeið 1B fyrir þjálfara, eins og fram kom á Viðburðarskrá ÍSS 2015-2016.   Námskeiðið hefst mánudaginn 28. september - og lýkur laugardaginn 3. október.

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að þjálfun yngstu iðkenda í listhlaupi á skautum.  Aldurstakmark er 16 ár. Æskilegt er að þátttakendur hafi lokið, eða stefni að því að ljúka á næstu misserum, ÍSÍ almenna hluta þjálfaranáms 1A, B og C og ÍSS sérgreinanámskeiði 1A.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Erlendina Kristjánsson og Julie Dunlop.

Námskeiðið er um 20 kennslustundir í sal, á ís og hluti í fjarnámi.  Námskeiðið fer fram í Egilshöll.  Gróf dagskrá (ath smávægilegar breytingar á tímasetningu):

 • Fjarnám: Mánudagur 28. sept. - fimmtudagur 1. október um 1.5 klukkustundir á dag.
 • Staðalnám í sal og á ís: Föstudagur, 2. október, kl. 16:30 - 22:00.
 • Staðalnám í sal og á ís: Laugardagur, 3. október, kl. 9:30 - 22:00.

 

ÍSS hefur fengið vilyrði fyrir styrk til námskeiðahalds fyrir fyrsta hluta sérgreinanámskeiða og því getum við boðið námskeiðin á mjög sanngjörnu gjaldi að þessu sinni og stefnt er að því að halda sérgreinanámskeið 1C vorið 2016:

 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1A er 15.000 kr.
 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1B er 5.000 kr.
 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1C er 5.000 kr.

Skráning á námskeiðið fer fram með því að greiða 5.000 kr. inn á reikning ÍSS nr. 111-26-122344 kt. 560695-2339 og senda kvittun ásamt nafni, netfangi og símanúmeri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 27. september.  • Saffran logo lit RGB - 201x41
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • thumb new-nordics-logo- web

 • nitrologo2 207x46

 • isi

 • dominos 4

 • Hagkaup logo - 202-61

 • OK-logo transp - 200x54
 • everest logo 156x95