header

Skate-off, skautabúðir og dómara- og tækninámskeið

Mikið var um að vera hjá Skautasambandinu sl. helgi. Á fimmtudag og föstudag var svokallað "skate-off" um sæti á tvö Junior Grand Prix mót sem fram fara í september. Þær Agnes Dís Brynjarsdóttir og Vala Rún B. Magnúsdóttir þáðu boðið í skate-off. Vala Rún fer á fyrra mótið í Tékklandi og Agnes það síðara í Eistlandi eins og fram kemur í fyrri frétt.

Um helgina fór einnig fram námskeið á vegum ÍSS fyrir dómara- og tæknidómara sem Jeroen Prins, ISU Referee og Technical Controller, sá um. 12 manns sóttu námskeiðið.

Sömuleiðis voru haldnar skautabúðir fyrir 12 ára og eldri A skautara um helgina. Yfirþjálfarar klúbbanna þriggja áttu veg og vanda að búðunum. Sameiginlegar æfingar voru á laugardeginum og hver og ein stúlka fékk tækifæri til að skauta sitt prógram fyrir tæknipanel á sunnudeginum til undirbúnings fyrir keppnistímabilið sem framundan er. Tæknipanellinn gaf síðan stúlkunni og þjálfara hennar ráðleggingar um hvað var vel gert og hvað megi bæta. 
Í lok búðanna á laugardeginum var stúlkunum og foreldrum þeirra boðið á fyrirlestur Audrey Freyju, sjúkraþjálfara og fyrrum skautara. Fyrirlesturinn fjallaði um fyrirbyggingu álagsmeiðsla og endurheimt eftir æfingar. 

Lesa meira

Junior Grand Prix 2014

Skautasambandi Íslands hefur tilkynnt um val skautara á  JGP mótaröð ISU 2014.  

ISU Grand Prix sem fram fer í Ostrava í Tékklandi 03. – 07. september 2014.

Keppandi ÍSS: Vala Rún B. Magnúsdóttir - SR

Varamaður: Agnes Dís Brynjarsdóttir – SB

ISU Grand Prix sem fram fer í Tallinn í Eistlandi 24.-28. September 2014.

Keppandi ÍSS: Agnes Dís Brynjarsdóttir – SB

Varamaður: Vala Rún B. Magnúsdóttir - SR 

Skautabúðir ÍSS í ágúst

Dagana 9. og 10.ágúst 2014 stendur ÍSS fyrir skautabúðum í Skautahöllinni í Laugardal.  Búðirnar eru fyrir A skautara sem náð hafa prófum í eftirfarandi flokkum:

 • 12 ára og yngri A
 • Novice Advanced
 • Junior
 • Senior

Lesa meira

 • n1
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • Nordics-logo-2014-2
 • European 2014-3

 • olympics 2014 logo
 • world championship 2014 logo-1
 • isi
 • thumb RIG

 • Merki IBR thumbnail