header

Æfingabúðir og keppni í Póllandi á vegum Alþjóða Skautasambandsins

Þær Vala Rún B. Magnúsdóttir og Kristín Valdís Örnólfsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur fóru ásamt þjálfara sínum John Kauffman til Gdansk í Póllandi í byrjun apríl. Byrjað var á fjögurra daga æfingabúðum sem lauk með keppni. Keppendur komu frá alls 16 löndum.

Alexander Vedenin, fyrrum yfirþjálfari Sovéska landsliðsins og þjálfari í Chicago, Illinois í yfir 25 ár, hafði yfirumsjón með æfingabúðunum, en lögð var áhersla á stökk, pírúettur og tækni sem og þjálfun á ís.

Þær Vala Rún og Kristín Valdís stóðu sig með stakri príði; Vala Rún hafnaði í 7. sæti í Junior Ladies og Kristín Valdís í 5. sæti í Advanced Novice.

17. Skautaþing Skautasambands Íslands (ÍSS) – seinna fundarboð

Boðað er til Skautaþings Skautasambands Íslands sem haldið verður laugardaginn 3. maí nk.

Þingið verður haldið í húsi ÍSÍ að Engjavegi 6, 104 Reykjavík, í fundarsal E og hefst kl. 13:00.

Dagskrá þingsins er samkvæmt 8. grein laga ÍSS.

F.h. Skautasambands Íslands,
Björgvin I. Ormarsson
Formaður ÍSS

Skautarar frá SA á faraldsfæti

Níu skautarar frá Skautafélagi Akureyrar tóku þátt í Sportland Trophy mótinu í Ungverjalandi í byrjun mars.  Mótið er tvískipt; annars vegar undir merkjum ISU (Alþjóða Skautasambandsins) fyrir Novice, Junior og Senior flokka og hins vegar fyrir barnaflokka.  

Fjórar stúlkur úr Úrvalshópi ÍSS tóku þátt í ISU mótinu:

Advanced Novice
6. Emilía Rós Ómarsdóttir - 72,29 (21 keppandi)
8. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir - 70,29
12. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir - 63,00

Junior Ladies
15. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir - 88,89 (27 keppendur)

Allar níu stúlkurnar stóðu sig með prýði og má þar sérstaklega nefna yngsta keppandann, Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur, sem varð í öðru sæti í sínum flokki af 25 keppendum.  Frábær árangur hjá þessum unga skautara.

Öll úrslit má finna á heimasíðu mótsins: Sportland Trophy

  • n1
  • Icewear logo-90x90
  • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
  • Nordics-logo-2014-2
  • European 2014-3

  • olympics 2014 logo
  • world championship 2014 logo-1
  • isi
  • thumb RIG

  • Merki IBR thumbnail