header

ÍSS Þjálfaranámskeið 1A - uppfærð dagskrá


Síðustu vikuna í maí verður haldið sérgreinanámskeið 1A fyrir þjálfara, en ÍSS fylgir stefnu ÍSÍ um að allir starfandi þjálfarar og leiðbeinendur á Íslandi hafi þjálfaramenntun: http://www.isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Stefnuyfirlysingar/stefnuyfirlysing_um_thjalfaramenntun.pdf

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að þjálfun yngstu iðkenda í listhlaupi á skautum.  Aldurstakmark er 16 ár. Æskilegt er að þátttakendur hafi lokið, eða stefni að því að ljúka næsta vetur, ÍSÍ almenna hluta þjálfaranáms 1A, B og C.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Erlendina Kristjánsson og Clair Wileman.

Námskeiðið er um 20 kennslustundir í sal, á ís og hluti í fjarnámi. Uppfærða dagskrá má sjá hér. Tímar á ís verða í Egilshöll en nánar verður auglýst hvar aðrir tímar verða þegar nær dregur.

Stefnt er að því að halda sérgreinanámskeið 1B í haust og sérgreinanámskeið 1C vorið 2016.

ÍSS hefur fengið vilyrði fyrir styrk til námskeiðahalds fyrir fyrsta hluta sérgreinanámskeiða og því getum við boðið námskeiðin á mjög sanngjörnu gjaldi að þessu sinni:

 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1A er 15.000 kr.
 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1B er 5.000 kr.
 • Gjald fyrir sérgreinanámskeið 1C er 5.000 kr.

 

 

Gott gengi á Development Trophy

Herdís Birna - Mynd: Art BicnickÞær Eva Dögg, Helga Karen, Herdís Birna, Margrét Sól og Þuríður Björg úr Skautafélaginu Birninum eru komnar heim eftir vel heppnaða ferð til Póllands. Stúlkurnar voru undir handleiðslu Mr. Alexander Vedenin á Development Trophy ásamt þjálfara sínum Clair Ben Zina. Bæði var um að ræða keppni og námskeið á vegum ISU.

Margrét Sól og Þuríður Björg skautuðu nánast hnökralaust stutta prógramið, en þar náði Þuríður þriðja sætinu. Báðar bættu þeir eigin stigamet í stutta sem og heildarskori, Margrét um 10 stig og Þuríður um 5 stig. Þær stöllur ásamt Evu Dögg sýndu allar tvöfaldan Axel í prógrömum sínum og fengu leiðsögn í þreföldu stökki frá Mr. Vedenin. Helga Karen og Herdís Birna sýndu sömuleiðis góða færni í stökkum og spinnum.

Lesa meira

Opin fundur um afreksstefnu ÍSS frestað til 28. maí - skráning

!! ATH fundinum hefur verið frestað til 28. maí kl. 17. !!

Í vetur hefur verið unnið að því að uppfæra afreksstefnu ÍSS.  Vinnuferlið var skipulagt í samráði við Afreks-og Ólympíusvið ÍSÍ.

Liður í ferlinu var að send var út könnun á 62 aðila sem tengjast íþróttinni á einn eða annan hátt sem skautarar, þjálfarar, dómarar, tæknifólk, stjórnarfólk og/eða sem starfsmenn í nefndum ÍSS.  35 svör bárust, eða frá 56% aðspurðra.

Í framhaldinu hefur vinnuhópur á vegum ÍSS farið yfir niðurstöðurnar og sett saman drög að nýrri stefnu í samræmi við leiðbeiningar ÍSÍ um afreksstefnur.

Lesa meira • Saffran logo lit RGB - 201x41
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur
 • thumb new-nordics-logo- web

 • nitrologo2 207x46

 • isi

 • dominos 4

 • Hagkaup logo - 202-61

 • OK-logo transp - 200x54
 • everest logo 156x95